Engin tengsl við Landsbanka

Sam­komu­lag Seðlabanka Íslands við Evr­ópska Seðlabank­ann í Lúx­em­borg var eng­um form­leg­um tengsl­um bundið samn­ingaviðræðum skila­nefnd­ar Lands­bank­ans við skipta­stjóra dótt­ur­fé­lags bank­ans í Lúx­em­borg.

Þetta kom fram á blaðamanna­fundi skila­nefnd­ar og slita­stjórn­ar bank­ans eft­ir kröfu­hafa­fund í dag. Lárent­sín­us Kristjáns­son, formaður skila­nefnd­ar, sagði þó að sam­komu pen­inga­mála­yf­ir­valda land­anna tveggja hefði haft góð áhrif á viðræður skila­nefnd­ar­inn­ar við skipta­stjóra Lands­bank­ans í Lúx­em­borg.

Seðlabanki Íslands gekk fyr­ir skömmu frá kaup­um á eigna­safni ís­lenskra skulda­bréfa af Evr­ópska Seðlabank­an­um í Lúx­em­borg, en Lands­bank­inn hafði lagt þau að veði í veðlánaviðskipt­um í gegn­um fé­lagið Avens BV. Um var að ræða rík­is­tryggð skulda­bréf fyr­ir alls 120 millj­arða króna. Seðlabank­inn greiðir 437 millj­ón­ir evra auk sex millj­arða króna fyr­ir eigna­safnið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka