Engin tengsl við Landsbanka

Samkomulag Seðlabanka Íslands við Evrópska Seðlabankann í Lúxemborg var engum formlegum tengslum bundið samningaviðræðum skilanefndar Landsbankans við skiptastjóra dótturfélags bankans í Lúxemborg.

Þetta kom fram á blaðamannafundi skilanefndar og slitastjórnar bankans eftir kröfuhafafund í dag. Lárentsínus Kristjánsson, formaður skilanefndar, sagði þó að samkomu peningamálayfirvalda landanna tveggja hefði haft góð áhrif á viðræður skilanefndarinnar við skiptastjóra Landsbankans í Lúxemborg.

Seðlabanki Íslands gekk fyrir skömmu frá kaupum á eignasafni íslenskra skuldabréfa af Evrópska Seðlabankanum í Lúxemborg, en Landsbankinn hafði lagt þau að veði í veðlánaviðskiptum í gegnum félagið Avens BV. Um var að ræða ríkistryggð skuldabréf fyrir alls 120 milljarða króna. Seðlabankinn greiðir 437 milljónir evra auk sex milljarða króna fyrir eignasafnið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK