Féfletti fræga og ríka fólkið

Uma Thurman er meðal fórnarlamba svikamyllu Starr
Uma Thurman er meðal fórnarlamba svikamyllu Starr AP

Banda­ríska fjár­mála­eft­ir­litið hef­ur ákært fyrr­um fjár­málaráðgjafa fyr­ir að hafa stýrt svika­myllu þar sem hann hafði tugi millj­óna Banda­ríkja­dala út úr fjár­fest­um. Son­ur fjár­málaráðgjaf­ans var einnig ákærður í mál­inu.

Kenn­eth Starr, for­stjóri Starr In­vest­ment Advisors, er ákærður fyr­ir að hafa haft 30 millj­ón­ir dala, tæpa fjóra millj­arða króna, af fjár­fest­um í gegn­um svika­myllu sína. Meðal fórn­ar­lamba Starr er fyrr­um stjórn­andi vog­un­ar­sjóðs,  ljós­mynd­ar­inn Annie Lei­bovitz, leik­kon­an Uma Thurm­an og leik­stjór­inn Mart­in Scorsese.

Son­ur Starr, Andrew Stein, er ákærður fyr­ir til­raun til þess að hylma yfir svika­myll­ina með föls­un gagna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK