Taldir eiga falið fé og eignir

Slitastjórn Glitnis telur sjömenningana, sem hún stefndi nýlega og krafðist rúmlega 280 milljarða króna skaðabóta af, eiga falið fé og eignir. Þau verðmætiséu þó geymd á þannig stöðum að erfitt sé að nálgast þau nema með því að höfða málið í Bandaríkjunum og Bretlandi.

Viðskiptablaðið segir í dag, að þetta hafi komið fram á lokuðum kröfuhafafundi Glitnis í síðustu viku og jafnfram, að málshöfðunin sé talin réttlætanleg til að reyna að auka endurheimtur kröfuhafa bankans. 

Blaðið segir, að stefnurnar séu samkvæmt ráðleggingum fjármálarannsóknarfyrirtækisins Kroll lagðar fram í Bandaríkjunum og Bretlandi vegna þess að þá séu eigur hinna stefndu hvergi í vari í heiminum, vinni slitastjórn Glitnis málið. Svigrúm til að elta falda peninga í þessum tveimur löndum hafi verið aukið gríðarlega í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001
þegar stjórnvöld þeirra vildu koma í veg fyrir að hryðjuverkasamtök yrðu
fjármögnuð með földu fé. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK