Vanskil fátíðari nú en fyrir fimm árum

8.700 heimili voru með íbúðalán í vanskilum 2009.
8.700 heimili voru með íbúðalán í vanskilum 2009. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Fjöldi þeirra heimila sem voru í vanskilum með afborgarnir á húsnæðislánum eða leigu á síðasta ári var 8.700.

Um er að ræða nokkra aukningu frá árunum þremur á undan, en þá voru engu að síður um það bil 6.500 heimili að meðaltali í vanskilum. Sé hins vegar litið til áranna 2004 og 2005 voru tæplega 10.000 heimili að meðaltali í vanskilum.

Þau heimili sem höfðu hæst hlutfall vanskila voru þau sem samanstóðu af einu foreldri með eitt eða fleiri börn, eða 18% af heildinni.

Athygli vekur að einstæðir karlmenn enda í öðru sæti í þeim samanburði með 11% vanskil. Barnlaus heimili þar sem fleiri en einn fullorðinn einstaklingur búa standa síðan fjárhagslega best í byrjun árs 2009.

Þetta kemur fram í rannsókn Hagstofunnar á fjárhag heimilanna, sem birt var undir lok síðustu viku, en ítarlega er fjallað um mál þetta í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK