Lækkun lánshæfismats Spánar hefur áhrif á fjármálamarkað

Gengi evrunnar lækkaði í gærkvöldi.
Gengi evrunnar lækkaði í gærkvöldi.

Alþjóðlegur fjármálamarkaður brást hart við þegar alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch lækkaði lánshæfismat spænska ríkisins í gær um einn flokk, úr AAA í AA+. Gengi evru lækkaði í kjölfarið gagnvart Bandaríkjadal og hlutabréf lækkuðu í kauphöllinni á Wall Street.

Dow Jones hlutabréfavísitalan í New York lækkaði um 1,2% og er 10.135 stig. Nasdaq vísitalan lækkaði um 0,91% og er 2257 stig.  Gengi evru hækkaði gagnvart bandaríkjadals og var 1,2266 dalir í gærkvöldi. 

Fitch sagðist hafa lækkað einkunn Spánar vegna þess að víðtækar sparnaðaraðgerðir, sem þarlend stjórnvöld eru að grípa til, muni draga úr möguleikum á hagvexti á Spáni á næstu árum.   

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK