8,3 milljarða hagnaður Landsbanka

Hagnaður af rekstri Landsbankans nam 8,3 milljörðum króna eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi. Hagnaður bankans allt síðasta ár var 14,3 milljarðar króna.  Bankinn segir að gengisþróun hafi verið hagfelld á tímabilinu og skipti miklu um arðsemina.

Arðsemi eigin fjár var 21%. Eiginfjárhlutfall Landsbankans nemur nú 16,3% en var 15% í lok síðasta árs. Því uppfyllir bankinn kröfur Fjármálaeftirlitsins um 16% lágmarks  eiginfjárhlutfall.

Fram kemur, að fyrri hluti síðasta árs hafi verið bankanum afar mótdrægur en síðari hluta ársins batnaði afkoman verulega. Segja megi að fyrsti ársfjórðungur ársins 2010 sé rökrétt framhald þeirrar þróunar og hafi rekstur bankans verið viðunandi. 

Landsbankinn rekur 36 útibú og afgreiðslur um land allt. Íslenska ríkið á rúm 81% í Landsbankanum (NBI hf.) og Skilanefnd Landsbanka Íslands hf. fer með tæplega 19% hlut. Rúmlega 1100 starfsmenn starfa hjá bankanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka