Lífeyrissjóðir losa Seðlabankann við skuldabréf Avens

Um helg­ina keyptu líf­eyr­is­sjóðirn­ir  Avens­is­bréf­in sem Seðlabanki Íslands keypti af Seðlabank­an­um í Lúx­em­borg á dög­un­um. Um er að ræða kaup líf­eyr­is­sjóðanna á rík­is­bréf­um fyr­ir 88 millj­arða króna. Líf­eyr­is­sjóðirn­ir greiða í evr­um og þar af leiðandi stækk­ar gjald­eyr­is­forði SÍ um 17% eft­ir viðskipt­in.

Þessi bréf komust í eigu Seðlabank­ans í Lúx­em­borg eft­ir að Lands­bank­inn féll, en hann hafði notað þau í end­ur­hverf­um verðrbéfaviðskipt­um við bank­ann fyr­ir fallið. Seðlabanki Íslands borgaði fyr­ir bréf­in í evr­um og þar af leiðandi rýrnaði gjald­eyr­isstaða bank­ans við viðskipt­in. Fyr­ir það hef­ur nú verið bætt með viðskipt­un­um við líf­eyr­is­sjóðina, þar sem að þeir leggja fram evr­ur fyr­ir bréf­in. 

Á fundi sem nú stend­ur yfir með blaðamönn­um sagði Már Guðmunds­son, seðlabanka­stjóri, að þessi viðskipti munu flýta fyr­ir af­námi gjald­eyr­is­haft­anna. 

 
  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK