Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir kaup lífeyrissjóðina á ríkisskuldabréfunum sem bankinn keypti af Seðlabankanum í Lúxemborg á dögunum farsælustu lausnina í stöðunni. Seðlabankinn tekur inn umtalsverðan gengishagnað vegna viðskiptanna.
Lífeyrissjóðirnir keyptu bréfin af Seðlabankanum í lokuðu útboði um helgina og greiddu fyrir þau tæplega 90 milljarða króna. Viðskiptin voru gerð upp í evrum en SÍ hafði reitt fram evrur í viðskiptunum við Seðlabankann í Lúxemborg. Að sögn Más hefði opið útboð á bréfunum haft í för með sér of mikla óvissu, þannig að best hafi verið að leita til lífeyrissjóðina um þátttöku í lokuðu útboði.
Már segir að miðað hafi verið við sambærilegt gengi á evru í viðskiptunum við lífeyrissjóðina og SÍ borgaði fyrir bréfin upphaflega. Leiða má líkum að því að Seðlabankinn hafi keypti skuldabréfastaflann á krónugengi kringum 250 gagnvart evru en lífeyrissjóðirnir hafa keypt á óhagstæðara gengi þar sem að Seðlabankastjóri segir bankann hagnast um 20-30 milljarða króna vegna gengishagnaðs viðskiptanna.
Fram kom á blaðamannafundi sem nú stendur yfir að kaupin komi lífeyrissjóðunum vel mun tryggingafræðileg staða þeirra skána um 1-2% eftir kaupin.