Allt á niðurleið á mörkuðum

Mikill skjálfti er á hlutabréfamökuðum
Mikill skjálfti er á hlutabréfamökuðum Reuters

Mikill skjálfti er á evrópskum hlutabréfamörkuðum og hafa helstu hlutabréfavísitölur fallið um meira en 2% í dag. Í Lundúnum hefur FTSE vísitalan lækkað um 2,39% og hefur olíufélagið BP lækkað mest eða um 13,98%. Tengist það erfiðleikum félagsins við að stöðva olíulekann í Mexíkóflóa. 

Á Spáni hefur Ibex-35 vísitalan lækkað um 3,15% og eru það bankar sem leiða lækkanirnar. Santander, stærsti banki Spánar, hefur lækkað um 3,59% og næst stærsti banki Spánar, BBVA,hefur lækkað um 4,17%.

Á Ítalíu hefur hlutabréfavísitalan einnig fallið um rúm 3% í morgun.

Í Frankfurt hefur Dax vísitalan lækkað um 2,15% og CAC í París um 2,55%.

Samnorræna vísitalan Nordic 40 hefur lækkað um 1,76%, Kaupmannahöfn 1,56%, Stokkhólmur 1,57%, Helsinki um 1,60 og Ósló um 1,84%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK