Þjónustutekjur dragast saman vegna eldgossins

Eldgosið í Eyjafjallajökli
Eldgosið í Eyjafjallajökli mbl.is/SASI

Búast má við að eldgosið í Eyjafjallajökli muni setja verulegan svip á tölur um þjónustujöfnuð á öðrum ársfjórðungi þessa árs, en eldfjallið setti allar flugsamgöngur í uppnám og varð þess valdandi að verulega dró úr ferðalögum hingað til lands. Þetta kemur fram í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka.

Samkvæmt nýbirtum tölum var 3,6 milljarða króna halli af þjónustujöfnuði á fyrsta fjórðungi ársins 2010. Þetta er helmingi meiri halli en á sama fjórðungi fyrir ári síðan þegar hann var 1,7 milljarðar króna.

Enn ríkir óvissa um hvort áhrif eldfjallsins nái fram á þriðja ársfjórðung sem jafnframt nær yfir helsta ferðamannatímabil landsins frá júlí fram í september.

„Fari svo að ferðamannatímabilið takist vel þrátt fyrir áhrif eldgossins er í raun ekki ástæða til annars en að ætla að verulegur afgangur verði af vöru- og þjónustuviðskiptum á þriðja ársfjórðungi enda er raungengi krónunnar enn afar lágt, verð okkar helstu útflutningsafurða talsvert hærra en raunin var fyrir ári síðan og innflutningur tengdur fjárfestingu og neyslu í lágmarki.

Gengi krónunnar á þá jafnframt von á meðbyr í sumar verði þjónustujöfnuðurinn hagstæður, sem skýtur stoðum undir að sá styrkingarfarsi sem krónan er nú í haldi áfram enn um sinn að öðru óbreyttu," segir í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK