Halli á viðskiptajöfnuði 27 milljarðar króna

Seðlabanki Íslands birti í dag upplýsingar um viðskiptajöfnuð
Seðlabanki Íslands birti í dag upplýsingar um viðskiptajöfnuð mbl.is/Ómar Óskarsson

Viðskiptajöfnuður var óhagstæður um 27 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 1 milljarðs króna afgang á sama tímabili árið áður. Rúmlega 31 milljarðs afgangur var á vöruskiptum við útlönd en tæplega 4 milljarða króna halli var á þjónustuviðskiptum. Jöfnuður þáttatekna var neikvæður um 52,5 milljarða króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands.

Gjaldþrota innlánsstofnanir bera mikla ábyrgð á hallanum

Halla á þáttatekjum má að hluta rekja til innlánsstofnana í slitameðferð með áætlaða áfallna vexti af erlendum skuldum þeirra. Jöfnuður þáttatekna án áhrifa innlánsstofnana í slitameðferð væri neikvæður um 30 milljarða og viðskiptajöfnuður neikvæður um 5 milljarða króna.

Þjóðarbúið betur statt en oft áður

Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 8.471 ma.kr. í lok fyrsta ársfjórð-ungsins 2010 en skuldir voru 14.365 ma.kr. Hrein staða við útlönd var því neikvæð um 5.895 ma.kr. samanborið við 6.295 mat.kr. í árslok 2009. Að frátöldum innlánsstofnunum í slitameðferð námu eignir þjóðarbúsins 1.946 ma.kr. og skuldir 3.028 ma.kr. Hrein staða var því neikvæð um 1.082 ma.kr. að þeim undanskildum.

Um áramót var hrein staða við útlönd  neikvæð um 416 milljarða króna  í lok árs 2009 og á þann kvarða hefur hún ekki verið jafn góðan síðan á þriðja ársfjórðungi árið 2000, samkvæmt upplýsingum frá Greiningu Íslandsbanka.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK