Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, er valdamestur í íslensku viðskiptalífi að mati forsvarsmanna 300 stærstu fyrirtækja landsins. Tæplega 40% þátttakenda í könnun MMR fyrir Viðskiptablaðið nefndu Steingrím í ljósi þess að hið opinbera er með tögl og hagldir í viðskiptalífinu um þessar mundir.
Næstflestir, eða 12,3%, nefndu Jón Ásgeir Jóhannesson, og 8,22 nefndu Ásmund Stefánsson, sem um mánaðamótin lét af starfi bankastjóra Landsbankans. 5,5% nefndu Indriða H. Þorláksson, sem er í sérverkefnum fyrir fjármálaráðherra, og rúm 4% nefndu Steinþór Baldursson, framkvæmdastjóra Vestia, dótturfélags Landsnbankans, og Má Guðmundsson, seðlabankastjóra.