Öskuvari á vélar easyJet

Ein flugvéla easyJet.
Ein flugvéla easyJet. mbl.is/Skapti

Enska lággjaldaflugfélagið easyJet segist ætla að búa flugvélar sínar með sérstökum skynjurum sem nemi hvort eldfjallaaska er í loftinu. Félagið segir, að þessir öskuvarar séu þeir fyrstu sinnar tegundar og gætu komið í veg fyrir á ástand, á borð við það sem varð í apríl, skapist á ný en þá lagðist flug að mestu niður í Evrópu vegna öskuskýs frá Eyjafjallajökli.

Flugfélagið ætlar að verja um 1 milljón punda, jafnvirði um 188 milljóna króna, í að þróa og prófa öskuvarann í samvinnu við flugvélaframleiðandann Airbus. Verður búnaðurinn settur í um tug flugvéla easyJet í lok ársins til reynslu. 

Búnaðurinn, sem nefndur er AVOID, byggir á innrauðri myndavél sem sendir myndir bæði til flugmanna og flugstjórnarmiðstöðvar easyJet. Geta flugmenn þannig séð öskuský  í flughæð á bilinu frá 5 þúsund til 50 þúsund feta.  

Talið er að tjón flugfélaga vegna flugbannsins í apríl nemi yfir 1 milljarði evra, jafnvirði 160 milljarða króna, og tengd þjónusta hafi tapað yfir 1,5 milljörðum evra. Milljónir farþega urðu strandaglópar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK