Skeljungur seldur

TOBY MELVILLE

Miðengi ehf., eignarhaldsfélag Íslandsbanka, hefur selt 49% hlut sinn í Skeljungi og tengdum félögum. Kaupandi er Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, en hún er hluthafi í Skel Investments ehf. fyrir á 51% hlut í félögunum. Kaupverðið er trúnaðarmál.

Í tilkynningu vegna sölunnar segir að söluferlið hafi verið opið öllum áhugasömum fjárfestum sem uppfylltu skilyrði til þess að geta talist fagfjárfestar samkvæmt lögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, auk þess sem skilyrði var sett um verulegan fjárhagslegan styrk og viðeigandi þekkingu.

Samtals skiluðu tuttugu aðilar inn trúnaðaryfirlýsingum og fengu afhent kynningargögn um félögin. Þrjú skuldbindandi tilboð bárust í félagið með fyrirvara um áreiðanleikakönnun. Tilboð voru opnuð þann 7. apríl sl. í viðurvist óháðs eftirlitsaðila sem vottaði efnisinnihald þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK