Hefur kostað yfir 350 milljarða

„Á þessu tímabili eru meðalstýrivextir rúmlega 13% eða um 14% …
„Á þessu tímabili eru meðalstýrivextir rúmlega 13% eða um 14% á ársgrunni, sem þýðir að beinn vaxtakostnaður nemur vel yfir 350 milljörðum króna í bankakerfinu." Júlíus Sigurjónsson

Vaxtastefna Seðlabanka Íslands sem rekin er í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn hefur kostað íslenskan almenning meira en tap Seðlabankans af veðlánaviðskiptum við hina föllnu íslensku banka. Þetta segir Ragnar Þórisson, sjóðsstjóri hjá vogunarsjóðnum Boreas Capital, í samtali við Morgunblaðið.

„17 mánuðir eru liðnir frá hruni og 2.000 milljarðar af innlánum liggja meira og minna hreyfingarlausir í kerfinu. Á þessu tímabili eru meðalstýrivextir rúmlega 13% eða um 14% á ársgrunni, sem þýðir að beinn vaxtakostnaður nemur vel yfir 350 milljörðum króna í bankakerfinu," segir Ragnar.

„Þessi vaxtakostnaður flyst í raun frá íslenskum heimilum og fyrirtækjum til fjármagnseiganda, erlendra sem innlendra. Auk þess hefur ríkið gefið út um 250 milljarða í ríkisskuldabréfum auk 300 milljarða í víxlum frá hruni og það á allt of háum kjörum vegna vaxtastigsins, sem er tap skattgreiðenda upp á tugi milljarða króna." Hann segir að til samanburðar hefði kostnaður við að afskrifa skuldir íslenskra heimila legið í kringum 240 milljarða króna: „Í staðinn eru almenningur, fyrirtæki og ríkissjóður að dæla fé inn á innlánsreikninga íslenskra bankastofnana og jöklabréfaeigenda."

Ragnar segir vert að athuga að frá hruni hefur meðal-verðbólga á milli mánaða verið 9% á ársgrunni. Seðlabankinn hafi þannig séð til þess að fjármagnseigendum hafi verið greiddir mjög háir raunvextir.

Nánar í Morgunblaðinu. Smelltu hér til að gerast áskrifandi.


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka