Evran ekki lægri síðan í mars 2006

Reuters

Evran fór niður fyrir 1,19 Bandaríkjadali í morgun og hefur ekki verið lægri síðan í mars 2006. Óttast fjárfestar nú að skuldavandi ríkja í Evrópu sé að breiðast út, nú síðast til Ungverjalands. Evran fór lægst í 1,1876 dali í nótt en er nú skráð 1,1906 dalir í Tókýó. Á föstudagskvöldið var evran skráð á 1,1967 dali.

Evran lækkaði einnig gagnvart gagnvart jeninu og er 108,75 jen. Fór evran lægst í 108,07 jen í nótt og hefur ekki verið lægri í átta ár.

Markaðir tóku ekki ummælum talsmanns forsætisráðherra Ungverjalands á föstudag um að heilsufar ungverska hagkerfisins væri á svipuðum nótum og það gríska.


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK