Algjört stjórnleysi virðist ríkja á olíumarkaði í dag og fjárfestar vita varla í hvort fótinn þeir eiga að stíga. Það sem veldur fjárfestum á olíumarkaði heilabrotum eru nýjar tölur sem benda til þess að atvinnuleysi er enn mikið í Bandaríkjunum og styrking Bandaríkjadals.
Í Lundúnum hefur tunnan af Brent Norðursjávarolíu hækkað um 28 sent og er 72,37 dalir tunnan.
Þegar tilkynnt var um atvinnuleysi vestanhafs á föstudag hrundi heimsmarkaðsverð á olíu um þrjá dali á stuttum tíma.