Aukning landsframleiðslu 0,6%

mbl.is

Landsframleiðsla er talin hafa aukist um 0,6% að raungildi frá 4. ársfjórðungi 2009 til 1. ársfjórðungs 2010. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld um 1,3%. Einkaneysla dróst saman um 0,6%, samneysla um 0,5% og fjárfesting dróst saman um 15,6% en sá samdráttur skýrist að mestu leyti af kaupum á skipum og flugvélum á 4. ársfjórðungi.

Á sama tímabili dróst bæði út- og innflutningur saman, útflutningur um 3,6% og innflutningur um 3,3%. Þessar tölur eru árstíðaleiðréttar og miðast við vöxtinn milli ársfjórðunga, ekki ára, samkvæmt frétt Hagstofu Íslands.

Á fjórða fjórðungi síðasta árs dróst landsframleiðsla saman um 9,1% frá sama fjórðungi árið áður. Fjárfesting í hagkerfinu er nú í sögulegu lágmarki  og nam á síðasta ári 14,6% af vergri landsframleiðslu, að því er fram kom í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka.

Sjá nánari gögn frá Hagstofu Íslands

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK