28.000 kröfur frá 119 löndum

Kröfuhafar Glitnis eru margir.
Kröfuhafar Glitnis eru margir. Ómar Óskarsson

Stærsti einstaki kröfuhafinn í bú Kaupþings er Deutsche Bank Trust Company Americas, en stærsti kröfuhafi Glitnins er Burlington Loan Management Limited. Þetta kemur fram í svari viðskiptaráðherra við fyrirspurn frá Einari K. Guðfinnssyni alþingismanni.

Burlington Loan Management Limited á 142 milljarða kröfu á Glitni og The Royal Bank of Scotland á 130 milljarða kröfu. Þetta eru samtals um 10,7% allra krafna, en kröfurnar nema samtals um 3.530 milljörðum.

Alls var rúmlega 28.000 kröfum frá 119 löndum lýst í Kaupþing banka. Meðal stærstu kröfuhafa eru innlendar og erlendar bankastofnanir, auk ýmissa erlendra fjárfestingarsjóða.

Kröfur Deutsche Bank Trust Company Americas nema 578 milljörðum. Ekki er búið að fara yfir nema um helming krafna. Mörg ágreiningsmál eru óútkljáð og því getur kröfulisti breyst.

Íslenska ríkið er 13% eigandi að Arion banka og Kaupskil ehf., dótturfélag í 100% eigu Kaupþings banka, á 87% hlut í Arion banka. „Meðan á slitameðferð stendur eru kröfuhafar ekki eigendur Arion banka frekar en annarra eigna Kaupþings. Það hvort kröfuhafar eignist Arion banka á einhverjum tímapunkti veltur á því hvernig lokum slitameðferðar verður háttað. Aðkoma kröfuhafa að Arion banka í dag er því engin,“ segir í svari viðskiptaráðherra.

Svar viðskiptaráðherra

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka