Hætta á hruni í Japan

Naoto Kan, forsætisráðherra Japans.
Naoto Kan, forsætisráðherra Japans. KYODO

Hætta er á hruni í Japan vegna mikilla skulda hins opinbera. Þetta sagði Naoto Kan forsætisráðherra Japans í sinni fyrstu ræðu eftir að hann tók við embætti. Kan gegndi áður embætti fjármálaráðherra.

Kan sagði að brýnt væri að gera endurbætur í efnahagsmálum landsins. „Opinberar skuldir landsins eru mjög miklar og staða ríkisfjármála er einhver sú versta sem um getur í þróuðu landi,“ sagði Kan.

Eftir áralanga skuldasöfnun eru skuldir hins opinbera nú um tvöföld landsframleiðsla Japan.

„Það er erfitt að halda áfram að reka ríkissjóð áfram með útgáfu á ríkisskuldabréfum,“ sagði Kan. Hann líkti ástandinu við ástandið í Grikklandi og áframhaldandi skuldasöfnun gæti leitt til hruns og minnkandi trausts á japönskum ríkisskuldabréfum.

Þrátt fyrir stór orð forsætisráðherrans varð engin breyting á gengi jensins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK