Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Herman Van Rompuy, segir að rekja megi vanda ríkja Myntbandalags Evrópu til fyrri styrks evrunnar. Þetta kemur fram í viðtali við Van Rompuy í Financial Times í dag.
„Það sem fór úrskeiðis er ekki vegna þess sem gerðist í ár. Það sem fór úrskeiðis gerðist á fyrstu ellefu árum í sögu evrunnar. Á einhvern hátt urðum við fórnarlömb eigin velgengni," segir Van Rompuy.
„Evran varð að sterkum gjaldmiðli... Þetta var eins og einhvers konar svefnlyf, einhvers konar lyf. Við vorum ekki nægjanlega á varðbergi gagnvart undirliggjandi vanda."
Samkvæmt FT er hann fylgjandi hertum reglum á fjármálamörkuðum, einkum gagnvart lánshæfismatsfyrirtækjum og í afleiddum viðskiptum.