Vandinn rakinn til fyrri styrks evrunnar

Herman Van Rompuy
Herman Van Rompuy Reuters

Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Herman Van Rompuy, segir að rekja megi vanda ríkja Myntbandalags Evrópu til fyrri styrks evrunnar. Þetta kemur fram í viðtali við Van Rompuy í Financial Times í dag.

„Það sem fór úrskeiðis er ekki vegna þess sem gerðist í ár. Það sem fór úrskeiðis gerðist á fyrstu ellefu árum í sögu evrunnar. Á einhvern hátt urðum við fórnarlömb eigin velgengni," segir Van Rompuy.

„Evran varð að sterkum gjaldmiðli... Þetta var eins og einhvers konar svefnlyf, einhvers konar lyf. Við vorum ekki nægjanlega á varðbergi gagnvart undirliggjandi vanda."

Samkvæmt FT er hann fylgjandi hertum reglum á fjármálamörkuðum, einkum gagnvart lánshæfismatsfyrirtækjum og í afleiddum viðskiptum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK