Fresta útsendingu greiðsluseðla

Íslands­banki Fjár­mögn­un efur ákveðið að fresta út­send­ingu greiðslu­seðla vegna geng­is­tryggðra bíla­lána og bíla­samn­inga um næstu mánaðar­mót.  Þetta sé gert vegna þeirr­ar óvissu sem ríki um hvernig end­ur­reikna skal höfuðstól og mánaðarleg­ar greiðslur af geng­is­tryggðum bíla­lán­um og bíla­samn­ing­um í kjöl­far dóma Hæsta­rétt­ar.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu að þetta kunni að hafa í för með sér leigu­tími geng­is­tryggðra bíla­lána og bíla­samn­inga leng­ist um einn mánuð.

„Óski viðskipta­vin­ir eft­ir því að greiða af­borg­un þann 1. júlí sam­kvæmt upp­haf­leg­um samn­ings­skil­mál­um er þeim bent á heimasíðu Íslands­banka Fjár­mögn­un­ar  - http://​www.is­lands­banki.is/​fjarmogn­un/
Jafn­framt hef­ur Íslands­banki tíma­bundið hætt öll­um inn­heimtuaðgerðum vegna geng­is­tryggðra bíla­lána og bíla­samn­inga. 

Íslands­banki vill ít­reka fyrri yf­ir­lýs­ing­ar um að þeir viðskipta­vin­ir sem þegar hafa nýtt sér úrræði bank­ans vegna geng­is­tryggðra bíla­lána hafa ekki fyr­ir­gert mögu­leg­um betri rétti sín­um,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Heimasíða bank­ans.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka