Fresta útsendingu greiðsluseðla

Íslandsbanki Fjármögnun efur ákveðið að fresta útsendingu greiðsluseðla vegna gengistryggðra bílalána og bílasamninga um næstu mánaðarmót.  Þetta sé gert vegna þeirrar óvissu sem ríki um hvernig endurreikna skal höfuðstól og mánaðarlegar greiðslur af gengistryggðum bílalánum og bílasamningum í kjölfar dóma Hæstaréttar.

Fram kemur í tilkynningu að þetta kunni að hafa í för með sér leigutími gengistryggðra bílalána og bílasamninga lengist um einn mánuð.

„Óski viðskiptavinir eftir því að greiða afborgun þann 1. júlí samkvæmt upphaflegum samningsskilmálum er þeim bent á heimasíðu Íslandsbanka Fjármögnunar  - http://www.islandsbanki.is/fjarmognun/
Jafnframt hefur Íslandsbanki tímabundið hætt öllum innheimtuaðgerðum vegna gengistryggðra bílalána og bílasamninga. 

Íslandsbanki vill ítreka fyrri yfirlýsingar um að þeir viðskiptavinir sem þegar hafa nýtt sér úrræði bankans vegna gengistryggðra bílalána hafa ekki fyrirgert mögulegum betri rétti sínum,“ segir í tilkynningu.

Heimasíða bankans.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK