Hagnaður Williams formúlu-1 liðsins dróst saman um 50% fyrir skatta á síðasta ári og nam 4,5 milljónum punda, 853 milljónum króna. Helsta skýring samdráttar er að Baugur er ekki lengur helsti stuðningsaðili liðsins en líkt og fram hefur komið er Baugur gjaldþrota.
Bifreiðar Williams og treyjur liðsins voru merktar vörumerkjum Baugs á árinu 2008, svo sem Hamleys og Mappin & Webb. Baugur skuldaði Williams 10 milljónir punda, 1,9 milljarða króna, þegar fyrirtækið fór í þrot. Segir í frétt Evening Standard að Glitnir hafi heitið því að standa við skuldbindingar Hamleys en þrátt fyrir það hafi skuldin enn verið ógreidd um síðustu áramót.