NBI lýsir 1,4 milljarða kröfu í þrotabú Arena Holding, en félagið var stofnað utan um eignarhald á 51,2% hlut í Hands Holding. Samkvæmt upplýsingum frá fulltrúa skiptastjóra Arena Holding er félagið eignalaust.
Ekki hefur tekist að grafa upp hvað varð um eignarhlutinn í Hands Holding. Einnig hafi reynst erfitt að fá forsvarsmenn Arena Holding í skýrslutöku.
Eini stjórnarmaður fyrirtækisins í dag er Þorsteinn M. Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Glitnis og stjórnarmaður í FL Group. Arena Holding var stofnað í maí 2007, en Baugur Group átti 40% í félaginu, Fons 30% og Icon 30%.
Síðastnefnda félagið hefur verið brottfellt úr fyrirtækjaskrá.