Kaupmáttur ekki minni í 8 ár

Kaupmáttur launa hefur rýrnað jafnt og þétt í rúm tvö …
Kaupmáttur launa hefur rýrnað jafnt og þétt í rúm tvö ár mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kaupmáttur launa hér á landi hefur að jafnaði minnkað um 13,6% frá því hann náði hámarki í ársbyrjun árið 2008. Kaupmátturinn er nú svipaður og hann var á fyrri hluta ársins 2002 og hefur því meginhluti kaupmáttaraukningar frá síðustu aldamótum gengið til baka undanfarin tvö og hálft ár. Þetta má lesa úr nýbirtum tölum Hagstofu yfir launavísitölu og skyldar vísitölur.

Kaupmáttur launa hefur rýrnað linnulítið frá ársbyrjun 2008, samkvæmt Greiningu Íslandsbanka, enda hefur verðbólga verið mikil frá þeim tíma vegna gengisfalls krónu á meðan mjög hefur hægt á hækkun launa eftir því sem atvinnuleysi hefur aukist og hagur fyrirtækja versnað.

Meira jafnvægi virðist hins vegar framundan í þróun launa og verðlags og gæti því séð fyrir endann á rýrnun kaupmáttar launa, þótt líklega sé nokkuð í að kaupmátturinn fari að aukast að ráði á nýjan leik.

Greiðslujöfnunarvísitala fyrir júlí var birt samhliða launavísitölunni, en fyrrnefnda vísitalan tekur breytingum í takti við þróun launavísitölu og atvinnustigs. Greiðslujöfnunarvísitalan hækkaði um 0,9% á milli mánaða og er ástæðan lægra atvinnuleysishlutfall í maí en raunin var í apríl.

Greiðslujöfnunarvísitalan er nú 97,6 stig og verður greiðslubyrði þeirra sem eru með íbúðalán sín í greiðslujöfnun því áþekk í júlí og hún var í ársbyrjun árið 2009.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK