Verðhækkun á hráolíu

Ákvörðun kínverska stjórnvalda hafði áhrif á alla markaði í dag
Ákvörðun kínverska stjórnvalda hafði áhrif á alla markaði í dag Reuters

Ákvörðun kínverskra stjórnvalda um helgina að slaka á gjaldeyrishöftum júans gagnvart Bandaríkjadal hefur haft mikil áhrif á alla markaði í dag. Verð á hráolíu hækkaði þar sem fjárfestar vonast til þess að ákvörðun Kínverja þýði aukna eftirspurn eftir hráolíu.

Í New York hækkaði verð á hráolíu til afhendingar í júlí um 64 sent og er 77,82 dalir tunnan.

Í Lundúnum hækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu um 60 sent og er 78,82 dalir en um olíu er að ræða sem afhenda á í ágúst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK