Pund lækkar vegna niðurskurðar

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Reuters

Gengi breska pundsins lækkaði gagnvart Bandaríkjadal og japanska jeninu eftir að breska ríkisstjórnin kynnti áætlun sína um hvernig ná á jafnvægi í ríkisfjármálum fyrir lok kjörtímabilsins.

Hafa fjárfestar áhyggjur af því að þessi stefna muni draga úr hagvexti í breska hagkerfinu. Á móti kemur að meiri bjartsýni ríkir um að breska ríkið nái að halda í AAA lánshæfiseinkun sína og því lækkaði ávöxtunarkrafa á bresk skuldabréf í dag.

Áætlun ríkisstjórnar Davids Cameron felur í sér að útgjöld verða skorin niður um þrjátí milljarða punda árlega til ársins 2016 og að fjárlagahalli verði kominn í 20 milljarða punda fyrir árið 2016.

Pundið féll um 0,2 prósent gagnvart dalnum og fást nú um 1,477 dalir fyrir hvert pund. Gjaldmiðilinn féll öllu meira gagnvart jeni, eða 0,7 prósent, en hélt velli gagnvart evrunni.

Ávöxtunarkrafa á tíu ára skuldabréf féll um 0,1 prósentustig og fór um tíma niður um 0,1 prósentustig til viðbótar, eða í 3,41 prósent. Hefur hún ekki verið lægri síðan í október síðastliðnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK