Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði mikið í dag vegna fregna um að lítið bóli á efnahagsbata vestanhafs þrátt fyrir væntingar um annað. Eldsneytisverð hækkaði hins vegar á Íslandi um 7-8 krónur á lítra hjá öllum olíufélögunum. Kostar lítrinn af bensíni á bilinu 194,10-195,70 krónur á höfuðborgarsvæðinu.
Í New York lækkaði verð á hráolíu til afhendingar í ágúst um 1,50 dali og er 76,35 dalir tunnan.
Í Lundúnum lækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu um 2,13 dali og er 76,27 dalir tunnan.