Arion banki þolir samningsvexti

Arion-banki.
Arion-banki. mbl.is/Golli

Þó svo að þau gengislán sem Hæstiréttur hefur úrskurðað ólögleg beri áfram upphaflegu samningsvextina myndi Arion banki samt sem áður uppfylla lögbundnar kröfur um eiginfjárstöðu. Þetta fullyrðir Berghildur Erla Bernharðsdóttir, upplýsingafulltrúi bankans.

Bankinn sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem meðal annars kemur fram að þrátt fyrir að dómurinn myndi hafa neikvæð áhrif á efnahag bankans yrðu áhrifin ekki að því marki að efnahagsreikningi bankans yrði stefnt í hættu. Útreikningarnir taka til gengistryggðra bílalána og íbúðalána.  Ekki kom fram í tilkynningunni við hvaða vexti væri miðað við í útreikningum bankans, það er hvort að þeir gerðu ráð fyrir að ólöglegu lánin myndu bera áfram upphaflegu samningsvextina eða þá seðlabankavexti. Berghildur Erla svaraði fyrirspurn Morgunblaðsins á þann veg að tekið hafi verið tillit til allra þeirra möguleika sem nefndir hafa verið í umræðunni í kjölfar dómsins í útreikningum bankans á áhrifnum, þar með talið að upphaflegu samningavextirnir stæðu óbreyttir.

Sem kunnugt er þá lýsti Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, áhyggjum sínum í gær um hvort að efnahagur bankanna myndi þola áfall á borð við það að gengislánin myndu bera áfram upphaflegu vextina.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK