Gæti kostað kröfuhafa hundruð milljarða

Gylfi Magnús­son, efna­hags- og viðskiptaráðherra, seg­ir í sam­tali við Bloom­berg frétta­stof­una að hætta sé á að kröfu­haf­ar bank­anna tapi hundruð millj­örðum króna ef allt fer á versta veg fyr­ir fjár­mála­stofn­an­ir í kjöl­far niður­stöðu Hæsta­rétt­ar varðandi geng­is­tryggðu lán­in.

Stjórn­völd eigi á hættu að tapa hundrað millj­örðum króna vegna máls­ins. Það sé sú fjár­hæð sem ís­lensk stjórn­völd hafa sett inn í bank­ana en ekki sé tekið til­lit til þess hversu mikið nýtt fé ríkið þarf að setja inn í fjár­mála­fyr­ir­tæk­in ef niðurstaðan verður sú að vext­ir af lán­un­um séu í sam­ræmi við það sem fram kem­ur í lána­samn­ing­um.

Önnur kreppa yf­ir­vof­andi

Seg­ir í frétt Bloom­berg að Ísland eigi jafn­vel yfir höfði sér aðra kreppu í kjöl­far dóms Hæsta­rétt­ar.

Odd­geir A. Ottesen, hag­fræðing­ur hjá IFS Grein­ingu, seg­ir í sam­tali við Bloom­berg að hann geti ekki ímyndað sér að ís­lenska banka­kerfið muni lifa það af ef öll lán í krón­um sem tengd eru er­lendri mynt verði dæmd ólög­leg.  
 
 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK