Gæti kostað kröfuhafa hundruð milljarða

Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir í samtali við Bloomberg fréttastofuna að hætta sé á að kröfuhafar bankanna tapi hundruð milljörðum króna ef allt fer á versta veg fyrir fjármálastofnanir í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar varðandi gengistryggðu lánin.

Stjórnvöld eigi á hættu að tapa hundrað milljörðum króna vegna málsins. Það sé sú fjárhæð sem íslensk stjórnvöld hafa sett inn í bankana en ekki sé tekið tillit til þess hversu mikið nýtt fé ríkið þarf að setja inn í fjármálafyrirtækin ef niðurstaðan verður sú að vextir af lánunum séu í samræmi við það sem fram kemur í lánasamningum.

Önnur kreppa yfirvofandi

Segir í frétt Bloomberg að Ísland eigi jafnvel yfir höfði sér aðra kreppu í kjölfar dóms Hæstaréttar.

Oddgeir A. Ottesen, hagfræðingur hjá IFS Greiningu, segir í samtali við Bloomberg að hann geti ekki ímyndað sér að íslenska bankakerfið muni lifa það af ef öll lán í krónum sem tengd eru erlendri mynt verði dæmd ólögleg.  
 
 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka