Fréttaskýring: Afsláttur af eignum dugar ekki til

Reuters

Gert var ráð fyrir því að gengistryggð lán væru lögmæt við yfirfærslu eigna frá gömlu bönkunum í þá nýju. Til marks um það eru ummæli Gylfa Magnússonar í september á síðasta ári, en þá sagði hann að „það hafi verið gengið út frá því til þessa að þessi erlendu lán hafi verið lögleg“.

Gunnar Tómasson, hagfræðingur, benti einnig á í bréfi sínu sem hann sendi til allra til þingmanna 12. september 2009 að í uppgjörssamningum milli skilanefnda og kröfuhafa gömlu bankanna væri gengið út frá því að yfirfærsla gengisáhættu [innsk. frá bönkum yfir á lántakendur] hafi verið lögleg. Í skriflegu svari Gylfa Magnússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur, sagði jafnframt að ráðuneytið hefði ekki óskað eftir skriflegu áliti um lögmæti gengistryggðra lána.

Gæði útlána réðu ekki för

Gylfi Magnússon sagði í samtali við Morgunblaðið daginn eftir að grein Jóns birtist að mikil vinna hefði verið lögð í meta eignir bankanna. „[Þ]að mat virðist vera skynsamlegt þannig að ef rétt er að málum staðið, ættu bankarnir að vera með sæmilega heilbrigðan efnahagsreikning og þess vegna gæti ríkið lagt þeim til fé, án þess að stór hluti þess tapist,“ sagði Gylfi í apríl 2009.

Dugar afslátturinn til?

Myndi ríða kerfinu að fullu

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK