Byr fer fram á skaðabætur frá hinum ákærðu

mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Byr hefur lagt fram skaðabótakröfu á hendur þeim sem hafa verið ákærðir vegna lánveitinga í Exeter Holding málinu.  Þetta kemur fram í tilkynningu frá Byr.Þar kemur fram að enginn þeirra sem  ákærðir eru í málinu starfa hjá Byr hf.  Auk þess hafa þegar verið gerðar verulegar breytingar á innra skipulagi félagsins til að tryggja að viðlíka mál geti ekki komið upp innan félagsins.

Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs og Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri hafa verið ákærðir af embætti sérstaks saksóknara fyrir umboðssvik Þá er Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, ákærður fyrir hlutdeild í broti þeirra Jóns og Ragnars.


 „Það er mikilvægt að við horfum til baka og gerum hreint fyrir okkar dyrum og áttum okkur á því hvað fór úrskeiðis. Við lítum á það þannig að við höfum verið fórnarlömb í þessu máli þar sem miklir fjármunir töpuðust í tengslum við umræddar lánveitingar.  Sú skaðabótakrafa sem nú hefur verið lögð fram er liður í því ferli“, segir Jón Finnbogason, forstjóri Byrs, í fréttatilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK