Vekur upp spurningar um hæfi

Per Sanderud, forstjóri Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA).
Per Sanderud, forstjóri Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). ESA

Um­mæli Per Sand­erud, for­seta Eft­ir­lits­stofn­un­ar EFTA (ESA) um stöðu Íslend­inga í Ices­a­ve-deil­unni eru þess eðlis að ef­ast má um hæfi ESA til að fjalla frek­ar um málið, að því er seg­ir í frétt á Evr­ópu­vakt­inni.

ESA sendi 26. maí áminn­ing­ar­bréf til Íslands vegna Ices­a­ve. Þar er kom­ist að þeirri niður­stöðu að Ísland sé skuld­bundið til að tryggja greiðslu á lág­marks­trygg­ingu í sam­ræmi við til­skip­un um inn­stæðutrygg­ing­ar til breskra og hol­lenskra spari­fjár­eig­enda. Íslensk­um yf­ir­völd­um var veitt­ur tveggja mánaða frest­ur til að svara áminn­ing­ar­bréf­inu eða til 26. júlí.

„Þegar Per Sand­erud ræddi þetta mál hér á landi á fund­um og í fjöl­miðlum í síðustu viku, kom hvarvetna fram, að hann teldi málstað Íslands á þann veg, að ekk­ert fengi breytt niður­stöðu ESA. Málið er á um­sagn­arstigi gagn­vart ESA og er beðið svara ís­lenskra stjórn­valda. Á það er bent af viðmæl­end­um Evr­ópu­vakt­ar­inn­ar, að með orðum sín­um hafi Sand­erud rýrt svo stöðu ESA sem óhlut­drægs eft­ir­litsaðila í mál­inu, að ekki sé unnt að halda því áfram á þeim vett­vangi. Beri ís­lensk­um stjórn­völd­um að krefjast frá­vís­un­ar á mál­inu, á meðan Sand­erud stjórni ESA,“ seg­ir í frétt Evr­ópu­vakt­ar­inn­ar.

Frétt Evr­ópu­vakt­ar­inn­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK