Hlutabréfamarkaðir í frjálsu falli

Bandarískar hlutabréfavísitölur lækkuðu mjög mikið í dag á sama tíma og væntingar neytenda virðast ekki miklar þar í landi og nýjar tölur um efnahags Kína bendi til að efnahagsbatinn sé ekki eins mikill og vonir voru um. Hlutabréfavísitölur lækkuðu einnig mjög mikið í Evrópu.

Dow Jones vísitalan lækkaði um 2,64% eða 268,06 stig og lokaði í 9.870,46 stigum. Um tíma var lækkunin enn meiri eða yfir 3%. Nasdaq lækkaði um 3,85% og S&P 500 um 3,10%.

Í Lundúnum lækkaði FTSE vísitalan um 3,10%, DAX í Frankfurt um 3,33% og CAC í París um 4,01%. Ein helsta skýringin á lækkun í Evrópu er að komið er að skuldadögum hjá fjölmörgum bönkum sem fengu lán hjá seðlabönkum á lágum vöxtum til þess að hleypa lífi í lánsfjármarkaðinn.

  Bandaríkjaforseti, Barack Obama, með formann bankastjórnar Seðlabanka Bandaríkjanna, Ben Bernanke, sér við hlið, reyndi að sannfæra markaðinn um að hagkerfið væri á réttri leið þrátt fyrir slæmar fréttir af mörkuðum í dag. Hann viðurkenndi þó að miklar efasemdir væru um batann og hversu hraður hann yrði.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK