Lítill munur á milli Íslands og ESB verðlags

Verð á mat­væl­um á Íslandi var hlut­falls­lega 4% hærra en að meðaltali í 27 aðild­ar­ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins. Þetta er niðurstaða evr­ópskr­ar könn­un­ar sem gerð var vorið 2009 en þetta er mik­il breyt­inga frá ár­inu 2006 er verð á Íslandi var 61% hærra en í ríkj­um ESB. Skýrist breyt­ing­in af geng­is­breyt­ing­um.

Niður­stöður úr evr­ópskri könn­un á verði mat­væla, áfeng­is og tób­aks, sem gerð var vorið 2009, hafa verið gefn­ar út og er að finna á vef Hag­stofu Íslands. Í þeim ríkj­um sem þátt tóku var hlut­falls­legt verðlag mat­væla á Íslandi 4% hærra en að meðaltali í 27 aðild­ar­ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins.

Það er mik­il breyt­ing frá fyrri könn­un, sem gerð var árið 2006, en þá var verðlag hæst á Íslandi eða 61% hærra en í Evr­ópu­sam­band­inu. Breyt­ing­in skýrist fyrst og fremst af geng­is­breyt­ing­um en í könn­un­inni er verð á sam­bæri­legri körfu mat­væla borið sam­an í evr­um.

Í könn­un­inni nú var verðlag hæst í Nor­egi, 54% hærra en meðaltalið, í Dan­mörku 39% hærra og í Finn­landi 20% hærra. Í Svíþjóð var verðlag hið sama og á Íslandi, sam­kvæmt frétt á vef Hag­stofu Íslands.

Sam­an­b­urður­inn náði til Íslands auk 36 annarra Evr­ópu­ríkja, það er 27 nú­ver­andi aðild­ar­ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins, Nor­egs, Sviss, Alban­íu, Bosn­íu Her­segóvínu, Króa­tíu, Makedón­íu, Serbíu, Svart­fjalla­lands og Tyrk­lands. Hag­stofa Evr­ópu­sam­bands­ins, Eurostat, hafði um­sjón með könn­un­inni en Hag­stofa Íslands sá um fram­kvæmd henn­ar á Íslandi. Í könn­un­inni er notað meðal­verð og -gengi árs­ins 2009.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK