Ryanair dregur úr framboði

Boeing flugvél Ryanair
Boeing flugvél Ryanair Reuters

Evrópska flugfélagið Ryanair ætlar að draga úr flugframboði um 16% næsta vetur um breska flugvelli. Skýrist það af háum sköttum og flugvallagjöldum, samkvæmt tilkynningu frá Ryanair.  Tekur breytingin gildi í nóvember og þýðir þetta að farþegum Ryanair um breska flugvelli fækkar um tvær milljónir í vetur.

Forstjóri Ryanair, Michael O'Leary, vísar til spænska fyrirtækisins BAA sem á og rekur sex breska flugvelli og segir að Ryanair muni beina viðskiptum sínum til þeirra landa sem bjóði ferðamenn velkomna í stað þess að skattleggja þá. Segir hann háa skatta í Bretlandi og há flugvallargjöld BAA fæla ferðamenn frá Bretlandi.

Þetta geti þýtt að um tvö hundruð manns missi vinnuna.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK