Verðbólgan mælist 5,7%

Lækkun á eldsneytisverði hefur áhrif til lækkunar verðbólgu
Lækkun á eldsneytisverði hefur áhrif til lækkunar verðbólgu mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,33% í júní frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkaði um 0,46% frá maí.

Er þetta í takt við spá IFS Greiningar en þeirra spá hljóðaði upp 0,3% lækkun vísitölu neysluverðs og að verðbólga mæld á tólf mánaða tímabili lækki í 5,7% úr 7,5%. Hins vegar spáði Greining Íslandsbanka því að engin breyting yrði á vísitölunni í júní og að verðbólgan myndi lækka í 6%.

Verð á bensíni og díselolíu lækkaði um 5,9% (vísitöluáhrif -0,34%) og  mat og drykkjarvöru lækkaði um 1,5% (-0,23%).

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,7% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 7,5%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,3% sem jafngildir 1,3% verðbólgu á ári (0,3% fyrir vísitöluna án húsnæðis).

Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í júní 2010, sem er 364,1 stig, gildir til verðtryggingar í ágúst 2010. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 7.189 stig fyrir ágúst 2010.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK