Verðbólgan mæld á tólf mánaða tímabili var mest í Tyrklandi og Íslandi í maímánuði meðal ríkja OECD. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá efnahags- og framfarastofnuninni. Í Tyrklandi mældist verðbólgan 9,1% og samræmd verðbólga einnig. Á Íslandi var verðbólgan 7,5% í maí en samræmd vísitala var 10%.
Verðbólga mæld á tólf mánaða tímabili var að meðaltali 2% í ríkjum OECD í maí. Er þetta heldur minni verðbólga en í apríl er hún mældist 2,1%. Helsta skýringin á minnkandi verðbólgu er lækkun á orkuverði.
Verðhjöðnun ríkti í Japan og Austurríki. Verðbólga á evrusvæðinu mældist 1,6% í maí en var 2% í Bandaríkjunum.