Auður eignast Yggdrasil

Yggdrasil er komið í eigu Auðar 1.
Yggdrasil er komið í eigu Auðar 1. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Auður I fagfjárfestasjóður slf. og einkafjármagnssjóðurinn Arev NI slhf. hafa náð samkomulagi um kaup Auðar I á 100% hlut í félögunum Yggdrasil ehf. og Veru líf ehf.  Félögin voru áður í eigu Arev NI einkafjármagnssjóðsins. 

Yggdrasill og Vera líf sinna heildsölu og smásöluverslun á  lífrænt ræktuðum og heilsusamlegum vörum.  Meðal vörumerkja sem Yggdrasill flytur inn eru Rapunzel, Dr. Hauschka snyrtivörur frá Þýskalandi, Clipper te- og kaffivörur frá Bretlandi, Holle barnamatur frá Sviss og nokkur vörumerki frá hollenska fyrirtækinu Natudis.

Um er að ræða fimmtu fjárfestingu fagfjárfestasjóðsins Auðar I sem rekinn er af Auði Capital hf., en sjóðurinn festi nýlega kaup á öllu hlutafé í símafyrirtækinu Tal. 

Með kaupunum hyggst sjóðurinn styrkja stöðu fyrirtækja sinna á markaði fyrir heilsu- og lífræntræktaðarvörur, ná fram aukinni hagkvæmni í rekstri og styrkja grundvöllinn fyrir frekari sókn í framtíðinni en fyrir á Auður I einnig félögin Maður Lifandi og BioVörur, samkvæmt tilkynningu.

Einkafjármagnssjóðurinn Arev NI er í eigu eignarhaldsfélagsins Arev ehf. og Sparisjóðabankans. Sjóðurinn hefur fjárfest í óskráðum vaxtarfyrirtækjum, aðallega á sviði heildsölu, smásölu og léttum iðnaði. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK