Evrópusambandið hefur samþykkt að þak verði sett á bónusgreiðslur bankamanna á næsta ári. Samkvæmt samkomulaginu fá bankamenn 30% af bónusum sínum greidda strax í peningum eða 20% ef um háar greiðslur er að ræða. Það sem eftir stendur verður geymt til síðari tíma og 50% verður greitt með hlutabréfum.
Jafnframt hafa verið settar reglur varðandi starfsemi vogunarsjóða og sambærilegt þak sett á greiðslur kaupauka til handa sjóðstjórum.