Dvínandi trú á Bandaríkin

Miðlari í kauphöllinni á Wall Street
Miðlari í kauphöllinni á Wall Street Reuters

Hagvísar í Bandaríkjunum hafa skotið fjárfestum skelk í bringu í dag, og gætir áhrifanna víða. Yfirvöld vestanhafs tilkynntu óvænt að atvinnuleysi hefði aukist, samhliða tilkynningu um hægari vöxt í framleiðslugeiranum.

Olíuverð lækkaði um meira en 4 prósent í dag, sem er mesta lækkunin í fimm mánuði. Lækkunin er að mestu rakin til hagvísanna bandarísku, en sambærilegar tölur frá Kína hafa einnig valdið vonbrigðum.

Bandaríkjadalur lækkaði verulega gagnvart japönsku jeni, og evran styrktist um 2 prósent í viðskiptum dagsins. Undanfarnar vikur hefur bandaríkjadalur sveiflast í öfugu hlutfalli við hlutabréfavísitölur. Það samband virðist nú vera að gefa eftir, en í dag féllu bæði dalur og hlutabréf. 

Neikvæðir hagvísar þykja benda til þess að hægst hafi á endurreisn efnahagsins vestanhafs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK