Gríðarháar ábyrgðir

Stærstur hluti ríkisábyrgða í lok fyrsta ársfjórðungs var vegna Íbúðalánasjóðs
Stærstur hluti ríkisábyrgða í lok fyrsta ársfjórðungs var vegna Íbúðalánasjóðs mbl.is/Friðrik Tryggvason

Ábyrgðir ríkissjóðs, þegar teknar eru með innstæður á bankareikningum, nema alls um 2.900 milljörðum króna. Er hér horft framhjá þeim fjárhæðum sem um er deilt í Icesave-málinu, en ef þær bætast við nema ábyrgðir ríkisins um 3.600 milljörðum.

Í þessum tölum eru ekki ábyrgðir vegna tryggingafræðilegs halla á opinberum lífeyrissjóðum, en þær hafa verið taldar til skulda ríkissjóðs en ekki ábyrgða, að því er fram kemur í umfjöllun viðskiptablaðs Morgunblaðsins í dag um þessi mál.

Ríkisábyrgðir að undanskildum innstæðum og lífeyrisskuldbindingum nema samkvæmt tölum Lánasýslunnar 1.336,5 milljörðum króna. Langstærstu þættirnir eru annars vegar Landsvirkjun og hins vegar Íbúðalánasjóður. Ábyrgðir vegna þessara tveggja þátta nema samtals 1.255 milljörðum króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK