Spánn tekur lán

Spánverjar taka lán
Spánverjar taka lán Reuters

Spænska ríkið hefur lokið sölu á skuldabréfum að verðmæti 3.5 milljarða evra. Bréfin eru til fimm ára og var eftirspurn eftir þeim töluvert meiri en framboðið. Eftirspurnin var þó minni nú en í sambærilegu útboði í byrjun maí. Ávöxtunarkrafan hækkaði jafnframt lítillega.

Evran styrktist gagnvart bandaríkjadal í kjölfarið, en hefur heilt yfir veikst síðustu daga.

Matsfyrirtækið Moody's greindi frá því í vikunni að Spánn væri kominn á athugunarlista, þar sem horfur í efnahagslífi landsins væru slæmar. Í ljósi þessara slæmu horfa er talið líklegt að verr gangi að draga úr halla ríkissjóðs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK