Uppgjör í takt við áætlanir

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka mbl.is/Golli

Íslandsbanki sendi í dag frá sér árshlutareikning fyrir fyrsta fjórðung þessa árs. Hagnaður af rekstri nam um 3,6 milljörðum króna. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir uppgjörið í takt við áætlanir. Óvissa ríki um afdrif gengistryggðra lána, en bankinn sé búinn undir það.

Samkvæmt reikningnum er eigið fé bankans í lok ársfjórðungsins 95,7 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall (CAD) 20,8%. Arðsemi eigin fjár var 15,3%

Birna bendir á að lágmarksviðmið varðandi eiginfjárhlutfall sé 16% Fjármálaeftirlitsins, og bankinn því vel yfir því. Lögbundið lágmark er 8%.

Árshlutareikningur Íslandsbanka

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK