AGS samþykkir lán til Úkraínu

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna Hillary Clinton var fyrr í vikunni í heimsókn …
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna Hillary Clinton var fyrr í vikunni í heimsókn í Úkraínu Reuters

Sendinefnd Alþjóða gjaldeyrissjóðsins í málefnum Úkraínu mun mæla með því að landið fái 14,9 milljarða Bandaríkjadala, 1.872 milljarða króna að láni hjá sjóðnum á næstu 30 mánuðum. Hefur framkvæmdastjórn AGS samþykkt niðurstöðu sendinefndarinnar en farið verður yfir mál Úkraínu á fundi stjórnarinnar í lok júlí.

Segja stjórnvöld í Úkraínu að lánið muni koma til með að styðja við efnahagsstöðugleika í landinu. Úkraína hafði að vísu vonast til þess að fá hærra lán en efnahagur landsins er í djúpri lægð. Nam samdrátturinn 15% í fyrra og er þetta mesti samdráttur í Úkraínu eftir að það klauf sig út úr Sovétríkjunum árið 1991.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK