Í árshlutauppgjöri Íslandsbanka fyrir fyrsta fjórðung þessa árs er ekki tekið tillit til mögulegra áhrifa niðurfærslu gengistryggðra lána.
Uppgjörið, sem birt var síðastliðinn fimmtudag, nær frá áramótum til og með 31. mars en þá var dómur Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingar lána vitaskuld ekki fallinn, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.