Stefnir í mikið atvinnuleysi meðal menntamanna

Reuters

Varað er við því að atvinnuleysi fólks með framhaldsskólamenntun muni aukast verulega í Bretlandi vegna fyrirhugaðs niðurskurðar hjá hinu opinbera. Í síðasta mánuði var tilkynnt um að væntanlega þurfi að skera niður hjá hinu opinbera um 25%.

Á hverju ári er fólk með æðri menntun ráðið í 39 þúsund störf hjá hinu opinbera. Ljóst sé að atvinnuleysi mun aukast verulega hjá þessum hóp ef af niðurskurðaráætlunum verður sem boðaðar voru nýverið, samkvæmt frétt Sky sjónvarpsstöðvarinnar.

Talið er að niðurskurðurinn verði enn meira en 25% og því ljóst að atvinnuleysi mun aukast gríðarlega hjá öllum stéttum í Bretlandi en landið glímir við mikinn og alvarlegan fjárlagahalla.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK