Fasteignin 101 Hótel kyrrsett

101 Hótel stendur á horni Ingólfsstrætis og Hverfisgötu.
101 Hótel stendur á horni Ingólfsstrætis og Hverfisgötu. Eggert Jóhannesson

Samkvæmt veðbandayfirliti fyrir fasteignina sem hýsir 101 Hótel hefur hún verið kyrrsett að beiðni skilanefndar Glitnis. Samkvæmt upplýsingum frá hótelstjóra 101 hefur kyrrsetning fasteignarinnar ekki áhrif á rekstur hótelsins þar sem reksturinn og fasteignin eru aðskildir þættir.

Kyrrsetningin er sú þriðja í röðinni á eftir 350 milljón króna veðskuldabréfi sem Arion Banki á á hótelið. Jafnframt á NBI tryggingabréf upp á sjö milljónir dollara, eða sem nemur tæpum 900 milljónum króna með veði í hótelinu. Kyrrsetningarbeiðni skilanefndar Glitnis er vegna tæplega 200 milljón króna kröfu á eigendur hótelsins, þau Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörgu Pálmadóttur.

101 Hótel var áður í eigu félagsins IP Studium, en í febrúar var það fært yfir á Jón Ásgeir og Ingibjörgu persónulega. Hvort um sig á 50% hlut í hótelinu.

Alls hvíla því veð fyrir samtals 1,5 milljarð króna á húsinu, en samkvæmt fasteignamati er verðmæti hússins nokkuð undir því.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK