Bresk olíuleitarfyrirtæki hafa fundið stóra olíulind í Norðursjó undan strönd Skotlands. Talið er að um sé að ræða stærstu olíulind, sem fundist hefur á þessu svæði í áratug og gæti hún aukið áhuga á olíuvinnslu undan Skotlandsströndum að nýju.
Olíulindin er á svonefndu Catcher-svæði undan austurströnd Skotlands og er talið að þar sé að finna að minnsta kosti 300 milljónir tunna af olíu. Jarðfræðingar segja raunar, að hugsanlega sé þar enn meiri olíu að finna, að sögn blaðsins The Scotsman.