Stærsta útboð sögunnar

Margir vilja eignast kínverska banka
Margir vilja eignast kínverska banka

Mik­il eft­ir­spurn var eft­ir hluta­bréf­um í Kín­verska land­búnaðarbank­an­um sem var skráður á markað í gær. Skrán­ing­in var gerð í kaup­höll­um Hong Kong og Shang­hai. Alls seld­ust hlut­ir fyr­ir 19.2 millj­arða dala, en sú tala gæti hækkað í 22.1 millj­arð, sem jafn­framt gerði þetta að stærstu ný­skrán­ingu fyr­ir­tæk­is á markað í sög­unni.

Land­búnaðarbank­inn er sá síðasti fjög­urra rík­is­banka í Kína sem skráður er á markað og jafn­framt sá fjórði stærsti, í eign­um talið. Árið 2006 var Iðnaðar- og viðskipta­banki Kína skráður á markað, en í því útboði söfnuðust 21.9 millj­arðar dala og hef­ur það verið stærsta útboð sög­unn­ar þar til nú.

Útboðsins nú hef­ur verið beðið með tölu­verðri eft­ir­vænt­ing­ur, en gott gengi í því þykir til marks um áfram­hald­andi trú fjár­festa á kín­versku efna­hags­lífi og mik­il­vægi þess í alþjóðasam­hengi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka