Mikil eftirspurn var eftir hlutabréfum í Kínverska landbúnaðarbankanum sem var skráður á markað í gær. Skráningin var gerð í kauphöllum Hong Kong og Shanghai. Alls seldust hlutir fyrir 19.2 milljarða dala, en sú tala gæti hækkað í 22.1 milljarð, sem jafnframt gerði þetta að stærstu nýskráningu fyrirtækis á markað í sögunni.
Landbúnaðarbankinn er sá síðasti fjögurra ríkisbanka í Kína sem skráður er á markað og jafnframt sá fjórði stærsti, í eignum talið. Árið 2006 var Iðnaðar- og viðskiptabanki Kína skráður á markað, en í því útboði söfnuðust 21.9 milljarðar dala og hefur það verið stærsta útboð sögunnar þar til nú.
Útboðsins nú hefur verið beðið með töluverðri eftirvæntingur, en gott gengi í því þykir til marks um áframhaldandi trú fjárfesta á kínversku efnahagslífi og mikilvægi þess í alþjóðasamhengi.